Tilbrigði um Gunnar Þórðarson (JRLP027 & JRCD028)

Karl Olgeirsson – píanó
Jón Rafnson – kontrabassi
Kristinn Snær Agnarsson – trommur
Björn Atle Anfinsen – trompet og flygelhorn

Himinn og jörð 
Húsin í bænum 
Vetrarsól
Nú blánar yfir berjamó
Ég á lítinn skrítinn skugga
Tilbrigði um fegurð
Þú og ég
Ástarsæla 
Hrafninn  
Bláu augun þín 
Heim í Búðardal

Hlustaðu á plötuna á Tidal
Hlustaðu á plötuna á Spotify

Geisladiskurinn er kominn í verslanir og fáanlegur hjá:
- Plötubúðin, Trönuhrauni 6, Hafnarfirði - netverslun
- Lucky Records, Rauðarárstíg 10, Reykjavík - netverslun
- Alda plötubúð, Eyjarslóð 7, Reykjavík - netverslun

Texti aftan á LP-umslagi og inni í CD-umslagi:
Syngdu mér söng
Söngbækur þjóða verða til á mörgum mismunandi stöðum. Enginn sér fyrir hvort lag lifi margar kynslóðir eða verði einnota dægurfluga. Höfundarnir vonast auðvitað eftir því að söngvarnir verði sungnir um ókomna tíð - líka þeir sem flytja lögin sín sjálfir og finnst stundum nóg um að syngja sama lagið árum saman. En sú afplánun er léttvæg miðað við að hafa búið til eitthvað sem fjöldi fólks elskar að heyra. 

Lög Gunnars Þórðarsonar eru giska mörg og sum löngu orðin að sígildum dægurperlum Íslendinga - lögum sem miðað er við. Breiddin í verkum Gunnars er lyginni líkust. Dægurlög hans hafa ávallt fallið þétt að því músíkalska andrúmslofti sem ríkt hefur á hverjum tíma.  Þau eru orðin að ,,standördum’’. Og þá eru ótalin hljómsveitarverkin og óperan. 

Íslenska söngbókin er í sífelldri mótun, hún verður aldrei prentuð í endanlegu formi. Hún heldur áfram að þróast í vitund þeirra sem syngja og þeirra sem hlusta. Segja má að leiknar útgáfur laga sem áður hafa tengst textum sínum órjúfandi böndum - skipti gríðarlegu máli í þessari þróun. Þola lögin viðskilnað við gildishlaðin ljóðin? Finnur laglínan ein sér stað í undirmeðvitundinni?

Þegar leikgleði og augljós ást á viðfangsefninu kemur saman á einni plötu, heppnast fullkomlega að opna fyrir hlustendum nýja leið að músík, sem einmitt vegna þess hversu kunnugleg hún er - bregst einstaklega vel við stöku hliðarspori gangtegundar og óvæntu melódísku tilbrigði. 

Sönglúður Björns Atla Anfinsens tengir ákaflega fallega hinn ljóðræna þráð sem er alltumlykjandi. Tríóið hefur slípað sinn samleik þannig að þar er framvindan eins og eftir sameiginlegum andardrætti. Traustið á milli Karls, Jóns og Kristins Snæs er áþreifanlegt rétt eins og traust allra fjögurra á tónlist Gunnars Þórðarsonar.

Pétur Grétarsson

 

Previous
Previous

DJÄSS