Á döfinni
Nýja platan okkar DJÄSS, fæst í öllum helstu tónlistarverslunum bæði á geisladisk og vinyl.
Á plötunni eru 8 lög eftir Karl Olgeirsson, píanóleikara tríósins, en hann var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 sem “lagahöfundur ársins í Djass og Blústónlist”.
DJÄSS lék á Jazz Baltica hátíðinni í Þýskalandi í júní 2022 - hægt að sjá tónleikana hér.
Tríóið vinnur nú að sinni fjórðu plötu og skipuleggur tónleika á Íslandi, í Svíþjóð og Þýskalandi árið 2025 og 2026
Tónleikar á Jómfrúnni í Lækjargötu laugardaginn 16.ágúst kl.15.00 en þar mun tríóið ásamt trompetleikaranum Björn Atle Anfinsen, m.a. leika glænýjar útsetningar á tónlist Gunnars Þórðarsonar, en þeir félagar hafa, ásamt Björn Atle, nýlokið við upptökur á 13 lögum Gunnars.